Engar myndir!?!
Bara til þess að vera duglegur eins og helga þá ætlaði ég að henda inn nokkrum myndum, en uppgötvaði að ég hef nánast engar myndir tekið í janúar, nema þegar það var íscross mót í mývatnsveit um daginn. Annars eru strákarnir í dalnum á fullu í mótor-mennsku, við ætluðum að fara á sleðum uppí Laugarfell sl. laugardag drösluðum 5 sleðum uppá kerru og ókum allaleið inní Mýri í bárðardal, aðeins til þess að uppgötva að það var ekki fært fyrir snjóleysi!!! ARG... en svona er þetta stundum, þá var bara farið heim fjárfest í LÖDU SPORT allir strákarnir mættu í skúrinn hans Garðars ( verkstæðið við laxárvirkjun) gerðum LÖNDUNA akfæra, heilsprautuðum(felgurnar líka) hana og smíðuðum á hana tönn og svo var farið í dag uppá Vestmannsvatn og rudd braut fyrir mótorhjólin. Nú bíðum við bara spenntir eftir veðri til að keyra. því miður á ég ekki mynd af lödunni fallegu, ég geri mér grein fyrir því að það eru allir á sætisbrúnninni, en ekki örvænta myndir koma fljótlega .
kveðjur úr dalnum pesi og co







jói, á ráslínu (ég bakvið hann)

p.s. þetta var rosa gaman, en ég endaði svo roaly á hausnum að ég hætti keppni í 3. híti..:)
kveðjur úr dalnum pesi og co







jói, á ráslínu (ég bakvið hann)

p.s. þetta var rosa gaman, en ég endaði svo roaly á hausnum að ég hætti keppni í 3. híti..:)