





Það má segja að allt sé að verða klárt í Nesi. Við erum ekki enn flutt formlega en elduðum þó í fyrsta skipti í kvöld og buðum Grímshúsafamilíunni, Marinó og Svönu og Jóa og Ástu í nokkurs konar útskriftar-og innflutnings máltíð:) Elhúsgræjurnar virkuðu vel,fyrir utan það að okkur tókst að senda teskeið ofan í kvörnina í vaskinum og myndaðist töluverður hávaði þegar hún muldi hana í spað:) Einnig komumst við að því að við verðum að drífa okkur í að hengja upp myndir og setja inn fleiri húsgögn því það bergmálaði vel í húsinu þegar Hilmar Þór og Stefán Óli komust á flug í mótorhjólaleik á ganginum, vorum við öll komin með hálfgerðan hausverk af hávaðanum og endaði með því að ég sendi þá ofan í kjallara til að leika sér:)
Í gær fórum við inn á Akureyri þar sem Árni Pétur tók við útskriftarskirteininu sínu. Síðan skellti hann sér á sjó með Svanlaugi frænda sínum, við litum við í sumarbústaðnum hjá Jónasi og Söru og enduðum við svo daginn á því að skella okkur upp í Mývatnssveit með Grímsa og Ingibjörgu þar sem við fengum okkur að borða, böðuðum okkur í Lóninu og kíktum í heimsókn til Ragga og Ásdísar. Þetta var bara ÆÐISLEGT og uppgötvuðum við það að þetta var í fyrsta skipti sem við hjónaleysin áttum saman heila kvöldstund án barnanna frá því að Arndís Inga fæddist. Við þökkum Ásu og Bensa kærlega fyrir pössunina:)
Á morgun er stefnan svo tekin á að byrja að vinna opnanlegu fögin því þegar þau verða tilbúin getum við formlega flutt inn.
Læt þetta duga í bili... góða nótt:)
kv. Helga


