

Börnin aðeins að takast á, rosa gaman:)


Það má varla á milli sjá hvor hefur yfirhöndina hér!


Svo fer maður nú barasta alveg að fara að ganga:)


Litlu bókaormarnir og lestrarhestarnir okkar.
Jæja nú fannst mér kominn tími á nokkrar myndir f börnunum. Af okkur er annars allt gott að frétta. Við skruppum inn á Akureyri í gær og sóttum nokkrar hurðir og eldhústækin. Við vorum svo heppin að fá smið til okkar í nokkra daga og látum hann gera allt sem Pési treystir sér ekki í að gera;) Annars tókum við þá ákvörðun í gær að panta flísar á stofuna í stað parketsins því fróðir menn segja okkur að það þýði ekki að setja flotparket á gólfhita, við viljum því ekki taka neina sénsa með það. Eini gallinn er sá að pabbi er nýbúinn að leggja flísarnar á eldhúsið þannig að nú verðum við að rífa hluta þeirra upp aftur og leggja svo á allt rýmið! Svona er lífið stundum snúið.
Annars áttum við frábæra kvöldstund í gær, skruppum á sleða upp á Lambafjöll og það var bara GAMAN! Veðrið var frábært og útsýnið eftir því:)
Arndís Inga er óðum að ná sér eftir veikindin en mikið rosalega finnst mér leiðinlegt að dæla pensillini í lítil börn, nú krossum við bara fingur og vonumst til að eyrnabólgan skjóti sér ekki upp aftur. Að vísu er hún frekar slæm í astmanum þannig að við pústum hana oft á dag. Þetta hlýtur að fara að lagast:)
Læt þetta duga í bili, ég sendi Pésa með myndavélina yfir í Nes þannig að það er aldrei að vita nema ég skelli inn nokkrum framkvæmdamyndum í kvöld eða á morgun.
kv. Helga