Jeppaferð
Um síðustu helgi fórum við algera snilldar jeppaferð þar sem Kobbi káti (Marinó) brá sér í gerfi Haralds pólfara, Þorsteinn sæljón var hinsvegar tískulöggan í ferðinni og skartaði nýja björgunarsveita galla "Vopna"Við fengum fínnt veður á laugardeiginum en heldur leiðinlegt á sunnudeginum. Ester og Ari voru í harðri samkeppni um tiltilinn : fyllibytta ferðarinnar og vann Ester með naumindum þar sem hún náði því að vera þvoglumælt meðan við vorum að grilla !! Ari hinsvegar tók þetta af festu, þar sem hann er nú enginn tarna maður þá var hann bara svona "vel mildur " alla ferðina. Allt gekk að óskum engin stór bilerí hrjáðu leiðangursmenn, en leiðin sem við ókum var eftir farnandi. við fórum upp skálafelljökul, yfir jökulinn yfir að Goðahnjúkum, niður þar og yfir í Egilsel þar sem við gistum, skoðuðum Tröllakróka og ókum uppá kollumúla. Á sunnudeginum ókum við hinsvegar yfri þándarjölkul og niður í Geithellnadal..Ekki klikkuðu Sæljónið og Káti á því að búa sig vel út og voru margrétta matseðlar í gangi hjá þeim alla helgina, t.d. gæddu þeir sér á sviðum í aðalrétt, og hreindýrapaté í eftirrétt einn daginn... og svo var graðgað í sig súkkulaði viðstöðulaust á milli máltíða.. þannig að þeir félagar gerðu nú ekki endasleppt við sig þessa helgina.þangað til næst Árni P
Málsverður hjá Kobba káta og Sæljóninu
Hópurinn í Tröllakrókum
Ekið upp skálafellsjökul
Haraldur pólfari??

Málsverður hjá Kobba káta og Sæljóninu

Hópurinn í Tröllakrókum

Ekið upp skálafellsjökul

Haraldur pólfari??
